18.01.1943
Neðri deild: 36. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 859 í B-deild Alþingistíðinda. (1221)

71. mál, verzlunaratvinna

Frsm. (Garðar Þorsteinsson):

Þetta frv. er um þá breyt. á l. nr. 52 27. júní 1925, um verzlunaratvinnu, að í 10. gr. bætist ákvæði um, að leyfi til þess að reka útibú frá aðalverzlun megi veita með sömu skilyrðum og almenn verzlunarleyfi, þótt eigi sé það stofnsett í löggiltum verzlunarstað. Undantekningar í l. eru aðeins tvær frá þessu: þeir, sem hafa leyfi til heildsölu, mega safna tilboðum í vörur sínar, hvar á landi sem er og í íslenzkri landhelgi, og í öðru lagi í 11. gr. l. frá 1925, sem setur skilyrði fyrir leyfi til sveitaverzlunar. Vegna breyttra aðstæðna og samgangna á síðari árum hefur orðið nauðsynlegt að reisa útibú á öðrum stöðum en áður, þótt ekki sé í löggiltum verzlunarstað, og er frv. þetta fram borið til þess að verzlunarleyfi nái líka til þeirra. Allshn. er sammála um að mæla með, að frv. verði samþ.