16.01.1943
Neðri deild: 34. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 862 í B-deild Alþingistíðinda. (1238)

97. mál, háskólabókavörður

Frsm. (Gunnar Thoroddsen):

Þessi brtt. hv. 2. þm. N.-M. er ekki stórt atriði. Í henni felst það, að launakjör háskólabókavarðar eigi að vera kr. 5 500 í grunnlaun í staðinn fyrir 6 000 kr. Ég vil nú skýra það, hvað vakti fyrir okkur, þegar við ákváðum launakjör þessi á þennan veg. Í frv. eru launakjörin ákveðin hin sömu og háskólaprófessora. Þetta starf er nátengt starfi háskólakennara, og af þeirri ástæðu töldum við rétt að miða launakjörin við launakjör prófessora. Sá maður, sem gegnt hefur þessu starfi, hann hefur sjálfur gegnt prófessorsstöðu. Þó vil ég sérstaklega benda hv. d. á það, að núv. landsbókavörður hefur ekki 5 500 kr. laun, heldur 6 000 kr.

Af þeim ástæðum, sem ég hef nú rakið, vil ég leggja til, að till. hv. 2. þm. N.-M. verði ekki samþ., en frv. verði látið ganga óbreytt gegnum d.