27.01.1943
Neðri deild: 43. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 880 í B-deild Alþingistíðinda. (1317)

59. mál, þingfararkaup alþingismanna

Frsm. (Jón Pálmason):

Þetta frv., sem hér liggur fyrir, felur það í sér að skylda stj. til þess að sjá alþm. fyrir leigulausum bústað meðan þingið situr, ef þeir óska eftir því með nægum fyrirvara. Enn fremur er í þessu frv. heimild fyrir stj. til þess að láta byggja þingmannabústað, ef hagfellt þykir. Þetta frv. kom fram í Ed., og fjhn. þessarar d. hefur athugað það og mælir einróma með því, að það verði samþ. og því vísað til 3. umr. óbreyttu.