04.02.1943
Neðri deild: 49. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 884 í B-deild Alþingistíðinda. (1326)

59. mál, þingfararkaup alþingismanna

Gísli Sveinsson:

Herra forseti. — Ég vildi aðeins segja fáein orð um þingsköp varðandi það, hvernig með skuli fara málið. Mér skilst, að um sé að ræða einfalda brtt., sem koma mætti fram skrifl. Nú þegar hafa nokkrir hv. þm. kvatt sér hljóðs, og vinnst þá hv. þm. Borgf. tími til að semja brtt. Í annan stað mætti fresta málinu þar til síðar á þessari dagskrá, og mundi þá hv. þm. gefast enn frekari tími til að ganga frá till. sinni.