04.02.1943
Neðri deild: 49. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 884 í B-deild Alþingistíðinda. (1327)

59. mál, þingfararkaup alþingismanna

Pétur Ottesen:

Ég óskaði þess, að málið yrði lekið af dagskrá, því að ég vildi láta till. mína koma fram með eðlilegum hætti, láta hana liggja fyrir fundinum prentaða. Hitt er í raun og veru mesti ósiður, sem getur valdið mesta glundroða, að vera með þessar skrifl. brtt. Og hv. þdm. þurfa ekki að óttast töf á málinu, þó að því sé frestað til morguns, því að þetta er 3. umr. Ég held því fast við kröfu mína um frestun málsins.