18.01.1943
Efri deild: 35. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 890 í B-deild Alþingistíðinda. (1343)

78. mál, þingsköp Alþingis

Guðmundur Í. Guðmundsson:

Ég get hlaupið hér í skarðið fyrir þann hv. þm., sem átti að vera frsm. í þessu máli, en er hér ekki við.

Þetta frv. er flutt á Alþ. samkv. tilmælum frá landlækni, og fylgir hér með frv. bréf, sem landlæknir ritaði Alþ. um þetta mál. Er þar óskað eftir, að bætt verði við einni fastanefnd í þinginu, þ.e. heilbrigðis- og félagsmálanefnd. Þessi beiðni er fram komin af þeirri ástæðu, að þetta er orðinn svo stór málaflokkur, að varla er við því að búast, að hinar nefndirnar anni honum ásamt sínum flokkum.

Þess vegna er óskað eftir, að þetta verði tekið inn í þingsköpin. Allshn. hefur athugað þetta frv.

og er sammála um að mæla með, að það verði samþ. eins og það liggur fyrir.