15.12.1942
Neðri deild: 15. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 892 í B-deild Alþingistíðinda. (1357)

48. mál, hafnargerð á Hornafirði

Flm. (Páll Þorsteinsson):

Herra forseti. — Ég flyt hér á þskj. 68 frv. um breyt. á l. nr. 58 28. jan. 1935, um hafnargerð á Hornafirði. Ég mun láta nægja við þessa 1. umr. málsins að segja örfá orð til skýringar. Eins og kunnugt er, er Höfn í Hornafirði eini verzlunar staðurinn í Austur-Skaftafellssýslu og eina höfnin við suðurströnd landsins. En það er ekki einungis það, að Höfn sé mikil viðskiptahöfn, heldur er hún mikil útgerðarstöð, ekki eingöngu fyrir Austur-Skaftfellinga, heldur einnig fyrir báta frá fjörðunum í Suður-Múlasýslu, sem sækja þaðan sjó á vetrum og eru fleiri en bátar Hornfirðinga sjálfra. Þótt svona sé, er höfnin ekki svo örugg sem æskilegt væri og þarf endur bóta við, bæði vegna viðskipta og útvegs. Það er því mikið áhugamál héraðsbúa að fá úr þessu bætt og gera höfnina nokkurn veginn örugga, þannig að hægt sé að afgreiða skip, bæði flutningaskip og önnur, með nokku~n veginn öryggi. Það voru sett hafnarl. fyrir Hornafjörð árið I935. samkv. því hefur verið fylgt þeirri reglu, sem tíðkast víðast um landið, að ríkissjóður leggi fram 2/5, kostnaðar, en hafnarsjóður 3/5, hluta kostnaðar. Árin 1935 og 1936 voru gerðar nokkrar endurbætur á þessum stað, þannig að byggður var Lagður til varnar, og fór í þær umbætur 1/4 hluti þeirrar upphæðar, sem heimiluð er, en öll upphæðin er 130 þús. kr. Eins og ég tók fram áðan, er það mikið áhugamál héraðsbúa, að þarna sé hafizt handa sem fyrst með endurbætur, enda er fyrirhugað að láta það ekki dragast úr hömlu. Nú er unnið að undirbúningi verksins, bæði heima í héraði og í skrifstofu vitamálastjóra. En þar sem allt verðlag hefur breytzt síðan 1935, er ljóst, að það fé, sem lagt var fram, nægir hvergi til að standast kostnað af þeim endurbótum, sem fyrirhugaðar eru og gera verður til þess að skapa öryggi við afgreiðslu skipa. Þess vegna hef ég leyft mér að bera fram frv. á þskj. 68 um það, að heimilt sé að hækka verulega það fjárframlag, sem leggja skal til þessa verks. Þótt þetta verði gert, eru allar líkur til, að kostnaði verði stillt í hóf, svo sem unnt er, og ekki varið til verksins meira fé en brýnustu nauðsyn ber til, þar sem með l. er ákveðið, að 3/5 hlutar kostnaðar greiðist úr hafnarsjóði, sem héraðsbúar standa straum af.

Ég vænti þess svo, að sú n., sem á að fjalla um málið, taki það til vinsamlegrar athugunar og hraði því í gegnum þingið, og óska, að því verði vísað til 2. umr. og sjútvn. að þessari umr. lokinni.