19.03.1943
Neðri deild: 79. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1383 í B-deild Alþingistíðinda. (136)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. — Ég átti við, að það væri nánast verið að gera mig tortryggilegan með þessum umr. hjá hv. þm., og það kallaði ég, að kæmi úr hörðustu átt.

Í sambandi við vöruafgreiðslu frá Kanada, þá er því til að svara, að Ísland hefur enga viðskiptasamninga við það land, og því ber þess vegna ekki nema eftir því, sem því gott þykir, að láta okkur hafa þær vörur, sem við biðjum um þaðan.