11.01.1943
Neðri deild: 29. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 899 í B-deild Alþingistíðinda. (1400)

7. mál, vatnasvæði Þverár og Markarfljóts

Sveinbjörn Högnason:

Vegna þeirrar breyt., sem hér er fyrirhuguð á þessum l. um samgöngubætur og fyrirhleðslu Þverár og Markarfljóts, vil ég taka nokkuð fram til skýringar því, sem hér liggur fyrir. Hér kemur nokkuð á óvart sumt af þeim brtt. frá n., sem hv. frsm. lýsti hér og er í óhag sýslubúum í Rangárvallasýslu, frá því sem áður var í l. Það er ekki alveg rétt, sem hv. frsm. skýrði frá um 3. liðinn, viðkomandi varnargarðinum fyrir innan Barkarstaði. Í frv. er gert ráð fyrir, að hann verði borgaður að 1/8 af sýslufélagi Rangárvallasýslu, en eftir núgildandi l. ætti hann að borgast þaðan að 1/4. En allar aðrar nauðsynlegar fyrirhleðslur og önnur mannvirki til varnar gögn skemmdum á vatnasvæðinu fyrir innan Hlíðarenda í Fljótshlíð af ágangi Þverár eiga með núgildandi l. að greiðast að 1/8 úr sýslusjóðnum, en með brtt. að 1/4. Hv. frsm. hlýtur að sjá, að nái þessi breyt. fram að ganga eins og hún er í brtt., þá þýðir það, að sýslufélag Rangárvallasýslu á að greiða allar varnir, sem innan Hlíðarenda kunna að verða nauðsynlegar og fróðir menn segja, að þurfi að gera, að 14 eða m.ö.o. helmingi meira en gert er ráð fyrir í l. Og vitanlega eru aðalvarnargarðarnir á þessu svæði. Ég hefði búizt við, að þetta atriði hefði heldur verið sett í það horf að létta á sýslufélaginu en að þyngja fyrir því kostnaðarhliðina. Ég tel það sjálfsagt, að ríkissjóður greiði allan kostnað þar, sem landskemmdir verða og gera þarf fyrirhleðslur og önnur nauðsynleg mannvirki.

En breyt., sem til hagræðis eru, eru þær, að ríkissjóður greiði allan kostnað vegna nauðsynlegra fyrirhleðslna til að veita Markarfljóti, Álum, Affalli og Þverá að Markarfljótsbrú og einnig lengingar varnargarðsins hjá Seljalandi. Hins vegar er 3. liðurinn sýslufélaginu stórum í óhag eins og hann er í brtt., og vil ég benda d. á, að við mestu umr. málsins mun ég bera fram brtt. í samræmi við það, sem er fyrr í l. Átti ég ekki von á því, að n. kæmi með breyt. þá, er felst í 3. lið 1. gr., og er því óviðbúinn að leggja brtt. mína fram við þessa umr.