17.12.1942
Neðri deild: 20. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 907 í B-deild Alþingistíðinda. (1423)

55. mál, eignarnámsheimild á Höfn í Siglufirði

Páll Zóphóníasson:

Ég vil benda n. þeirri, sem fær málið til athugunar. á það, að ég tel vafasamt, að nógu skýrt sé til orða tekið um eignarnámsheimildina síðast í l. gr. Þar er ekki talað um tilteknar lóðir, heldur allar lóðir og lönd, sem seld hafa verið úr löndum þessara jarða og bæjarstj. telur bænum nauðsynlegt að eiga. Eftir þessu væri það á valdi bæjarstj. að ákveða eftir á, til hvaða landa heimildin skyldi ná. Ég tel vafasamt, að hægt sé að veita slíka eignarnámsheimild að lögum.