11.01.1943
Efri deild: 28. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 915 í B-deild Alþingistíðinda. (1457)

12. mál, orlof

Gísli Jónsson:

Ég vil benda á það, að hjá hv. flm. komu ekki fram nein rök fyrir því, að brtt. mín stefndi ekki í rétta átt, heldur er það, sem hann sagði, aðeins staðfesting á því, sem ég hef ekki viljað hugsa, að særi á bak við þetta frv.. sem sé það, að hækka kaupið. Því að eftir því, sem hv. flm. sagði í ræðu sinni, er það aðalástæðan fyrir því að koma þessu frv. í gegn. Það á hins vegar tvímælalaust að vera undirstaðan undir þessu frv., að hér sé um hvíldartíma að ræða, en ekki kauphækkunarkröfu. Ég vil því enn vænta þess, að hæstv. forseti verði við því, ekki einasta, að þessu verði frestað, heldur einnig afgreiðslu málsins, þar til allt þetta er komið fram. Það getur ekki haft úrslitaáhrif á málið, þó að það bíði í nokkra daga.