11.01.1943
Efri deild: 28. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 916 í B-deild Alþingistíðinda. (1459)

12. mál, orlof

Þorsteinn Þorsteinsson:

Það eru aðeins örfá orð, sem ég vildi segja í þessu máli. Það er viðvíkjandi 4. gr. frv. Það er dálítið óvenjulegt, sem hún fer fram á. Þetta er þannig, að þeir, sem eru búnir að gera samninga sín á milli, t.d. ef maður ræðst til vistar hjá bónda eða öðrum. Þegar starfsárinu er lokið, þá er það gert í þessum l., ef kaup hefur verið 6–10 þús. kr. á ári, að atvinnuveitandi verður að greiða 160–200 kr. í ofanálag á kaupið. Mér sýnist þetta vera að koma aftan að mönnum. Ég held, að það væri rétt að leiðrétta þetta og athuga nánar, og vil ég vænta þess, að hv. n. geni það.