25.01.1943
Neðri deild: 41. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 944 í B-deild Alþingistíðinda. (1512)

12. mál, orlof

Gísli Guðmundsson:

Það voru aðeins örfá orð út af ræðu hv. 1. landsk. Ég vil aðeins leiðrétta misskilning í síðustu ræðu hans, sem mun stafa af því, að hann hefur ekki athugað nægilega sitt mál. Það eru til ákvæði um þetta efni í l. um stéttarfélög og vinnudeilur. (SG: Ég var að. tala um það, sem hefði verið áður). Samkv. þeim ákvæðum er atvinnurekanda óheimilt, þegar vinnustöðvun stendur yfir, að taka verkamenn í vinnu úr því félagi, sem vinnustöðvunina hefur gert.