15.01.1943
Neðri deild: 33. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 952 í B-deild Alþingistíðinda. (1530)

43. mál, búfjártryggingar

Frsm. (Jón Sigurðsson):

Herra forseti. — Út at fyrirspurnum hv. þm. N.-M. vil ég segja nokkur orð. Ilann spurði, hvort það væri ætlunin að tryggja ekki yngri kynbótagripi en þá, sem hefðu hlotið verðlaun. Ég skil frv. svo, að þeir komi ekki til greina tíð tryggingar. Þá var hann að tala um, að aldurstakmörkin væru sett of lág, en þau eru tekin úr núgildandi tryggingarlöggjöf, og sáum við ekki ástæðu til að breyta því, þar sem sú löggjöf var undirbúin af Búnaðarfélagi Íslands, í samráði við ráðunauta þess. N. bjóst því við, að þetta væri í samræmi við það, sem Búnaðarfélagið álítur eðlilegast.

Annars er sjálfsagt að taka bæði þessi atriði og þau önnur, sem þm. kunna að gera aths. við, til athugunar fyrir 3. umr. þessa frv.

Viðvíkjandi því, sem hv. þm. sagði um vottorðin, þá játa ég, að oft mun erfitt eða ókleift að ná í dýralækna til þess að gefa þau, en það mun oftast hægt að ná í einhverja valinkunna og trúverðuga menn, sem gætu gefið slíkt vottorð, en ég álít, að þetta verði reglugerðaratriði. Ég lít svo á, að þessi l. verði aðeins rammi, sem fylla þurfi upp í með reglugerð. Það er eðlilega margt enn órannsakað í sambandi við þetta mál, sem fyrst mun koma í ljós, þegar verður að framkvæma l. og hlýtur reglugerðin að byggjast verulega á því.

Það er alger misskilningur hjá þessum hv. þm. um vanhöldin, því að sauðfé er ekki tryggt fyrir almennum vanhöldum, heldur aðeins slysatryggt, að undanteknum kynbótabúum, sem eru almennt tryggð. Það vantar einnig hjá okkur allar skýrslur um þessi vanhöld, en það þyrfti nú þegar að afla upplýsinga um þau, og býst ég við, að Búnaðarfélagið mundi vilja aðstoða við það.

Þá minntist þessi hv. þm. á þau tryggingarfélag, sem nú starfa, hvert út af fyrir sig. Það er rétt að ekki er í frv. gert ráð fyrir ákveðnum tengslum milli þeirra og tryggingardeildarinnar, en ég hugsa, að það gæti verið reglugerðaratriði, ef ekki frjálsir samningar. Annars býst ég við, að n. sé fús til þess að athuga þetta allt og einnig önnur þau atriði, sem óskað kann að verða athugunar á.