06.02.1943
Efri deild: 49. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 958 í B-deild Alþingistíðinda. (1577)

75. mál, lögsagnarumdæmi Neskaupstaðar

Frsm. meiri hl. (Bjarni Benediktsson):

Ég vil einungis vekja athygli á því, að minni hl. n. hefur haft langan frest til þess að skila áliti. Fyrst var málið lengi til ýtarlegrar athugunar í n. Það var rætt í n. og upplýsinga aflað um það úr öðrum landshlutum. Síðan var nál. meiri hl. samþ. og skrifað 25. jan. Og nú er kominn 6. febrúar.

Spurningin er því sú, hvort minni hl. n. á að takast að hindra, að komið sé fram góðu máli með því að skila ekki nál. um mál, sem til n. er sent.