08.02.1943
Efri deild: 50. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 968 í B-deild Alþingistíðinda. (1608)

131. mál, útsvarsinnheimta 1943

Gísli Jónsson:

Hv. síðasti ræðumaður hefur verið að halda því fram, að það sé ekki aðalefni frv. að innheimta gjöld, sem ekki sé búið að leggja á, heldur að leggja göldin á. En það er aðalefni frv. að innheimta gjöld, sem ekki er búið að leggja á. Þetta er það, sem okkur ber á milli.

Ég hefði vel getað fallizt á að breyta innheimtudeginum, ef viðkomandi bæjar- og sveitarstj. óskuðu að hafa þann hátt á í innheimtu á sínum álögum. En hér er um að ræða nýja braut, að krefjast gjalda, sem ekki er búið að leggja á og verða kannske aldrei lögð á. Og það tel tg varhugaverða stefnu.

Ég vil í sambandi við þetta leyfa mér að spyrja, hvort enginn af hv. þdm. þekki þá erfiðleika, sem því eru samfara að fá leiðréttar alveg gersamlega rangar álögur bæjar- og sveitarstjórna, t.d. gegnum ríkisskattan. Ég veit ekki betur en að í svona málum leyfi yfirskattan. sér að afgreiða þau með þeim forsendum: „Kæran ekki tekin til greina.“ Og ég veit af viðtali við ríkisskattan., að hún skiptir sér yfirleitt ekki af útsvörum, segir þau séu á valdi bæjar- og sveitarstj. og hún skipti sér ekki af niðurjöfnun þeirra. Ég veit, að bæjarstj. hefur krafizt úrskurðar ríkisskattan., sem hún hefur ekki framkvæmt. Það. að frv. torveldar fyrir þegnunum að ná sínum rétti, ef um of háa útsvarsálagningu hefur verið að ræða, ætti að vera nóg til þess, að frv. næði ekki fram að ganga.

Ég þekki þetta vel, og þó að talað sé um, að einhverjar kvaðir eigi aðeins að vera til eins árs, ekki sízt, þegar um nýja skatta er að ræða, þá eru þær látnar gilda áfram, en ekki létt af eftir árið. Og ef þetta verður samþ., er ég hárviss um, að ekki verður fellt niður aftur slíkt ákvæði sem þetta.

Ég er á móti þessu frv., en ef það á að ná fram að ganga, er nauðsynlegt, að 2. gr. verði felld niður og 3. gr. verði breytt eins og ég hef talað um.