07.12.1942
Neðri deild: 10. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 976 í B-deild Alþingistíðinda. (1639)

4. mál, áfengislög

Sigfús Sigurhjartarson:

Herra forseti. — Það var 24. s.l. mán., sem þessi hv. d. afgreiddi frv. til l. um breyt. á áfengisl. til 2. umr. og allshn. En n. hefur ekki enn skilað áliti sínu, og er sá tími, sem hún er búin að hafa það til meðferðar, orðinn óeðlilega langur, þar sem n. hefur ekki haft neitt annað mál til þess að fjalla um þennan tíma. — Vil ég því fara þess á leit við hæstv. forseta, að hann athugi, hvað gangur þessa máls í n. er langt kominn, og hlutist jafnframt til um, að n. skili áliti sínu sem allra fyrst.