13.04.1943
Efri deild: 99. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1400 í B-deild Alþingistíðinda. (166)

Starfslok deilda

Bernharð Stefánsson:

Hæstv. forseti hefur getið þess; að þetta mundi að öllum líkindum vera síðasti fundur d. á þessu þingi. Mér finnst, að dálitlar líkur bendi til þess, að við eigum kannske eftir að halda einn fund enn í d. En þar sem hæstv. forseti býst við, að þetta verði síðasti fundurinn á þessu þingi, og út af þeim orðum, sem hann beindi til okkar þdm., þá vil ég fyrir mína hönd, og ég býst við fyrir hönd allra þdm., votta hæstv. forseta þakkir fyrir góða og óhlutdræga fundarstjórn á þessu þingi. Þessi ný í þm. — ég kalla hann nýjan, þó að hann ætti sæti á stuttu aukaþingi í sumar — var óneitanlega settur í mikinn vanda; þegar hann var settur í forsetastól í haust, en ég hygg, að það muni vera sammæli allra þdm., að þennan vanda hafi hann leyst svo vel af hendi sem frekast er hægt að vænta af jafnóvönum manni, og meira að segja þá held ég, að við þdm. höfum orðið litið varir við, að hæstv. forseti var óþingvanur maður, því að stjórn hans á fundum d. hefur verið líkari því, að bann hefði setið mörg ár á þingi og væri vanur þingstörfum.

Ég bið þá hv. þdm., sem eru þessum orðum mínum samþ. og vilja þakka hæstv. forseta góða stjórn í d., að árna honum allra heilla — þó að stutt sé þangað til við sjáumst aftur í d. — að gjalda því jákvæði með því að risa úr sætum.— [Þingdeildarmenn risu úr sætum.]