25.02.1943
Efri deild: 64. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1012 í B-deild Alþingistíðinda. (1697)

4. mál, áfengislög

Frsm. meiri hl. (Guðmundur Í. Guðmundsson):

Ég sé, að hv. 3. landsk. þm. (HG) er fjarverandi í dag eins og í gær, sennilega vegna veikinda. Ég óska þess því eindregið, að atkvgr. verði nú frestað aftur, því að mér virðist standa svo glöggt um atkv., að þetta eina atkv. geti ráðið úr slitum um það, hvernig málið verði afgreitt frá hv. d. (BSt: Á það að ganga lengi?).