04.03.1943
Neðri deild: 71. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1023 í B-deild Alþingistíðinda. (1738)

33. mál, greiðsla íslenzkra afurða

Jón Pálmason:

Ég hef lengi ver ið þeirrar skoðunar, að aldrei kæmist gott lag á viðskipti í landinu, fyrr en vöruskiptaverzlun væri afnumin og peningaviðskipti kæmu alls staðar, og ég held, að þeirri skoðun sé að vaxa meira og meira fylgi í landinu, eftir því sem menn hugsa þetta nánar. Það má segja, að frv. sé aðeins dálítið spor í átt til þess, en það er gott spor og þarft, og má ekki draga úr áhrifum þess.

Hv. 2. þm. N.-M. fann að 3. gr. og afskiptum hagstofunnar af þessum málum. Við vitum, að svo að segja allar landbúnaðarafurðir og mikið af sjávarafurðum er lagt í verzlanir með lága áætlunarverði eða alveg óákveðnu og von um uppbætur síðar. Vandi hagstofunnar um verðákvörðun nær því eigi nema til þeirra varna, sem eru seldar fastákveðnu verði, og styðst hún vitanlega í hverju tilfelli við umsagnir réttra verzlunaraðila. Get ég því lítið gert úr aðfinnslum hv. þm.

Ef brtt. hv. 1. þm. Árn. yrði samþ., væri frv. gert að engu, hvað samvinnufélög snertir, þar sem ákvæðum þess mætti kollvarpa með einfaldri meirihlutasamþykkt í félagi, en meirihlutasamþykkt um að fylgja l. væri aftur með ýmsum ráðum hægt að hindra. Annaðhvort er að taka samvinnufélög alveg undan þessum l. eða fella brtt. og láta sama gilda um þau sem aðrar verzlanir. Vilji menn á annað borð samþykkja frv., eiga þeir ekki að eyðileggja það með brtt.