14.04.1943
Sameinað þing: 43. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1403 í B-deild Alþingistíðinda. (174)

Þinglausnir

Forseti (HG):

Ég þakka hv. 1. þm. S.-M. hlýlegar óskir og hv. alþm. undirtektir þeirra. Ríkisstjóri (Sveinn Björnsson): Í ríkisráði 13.

þ.m. var gefið út svolátandi ríkisstjórabréf um þinglausnir:

„Ríkisstjóri Íslands gerir kunnugt:

að ég hef ákveðið, að Alþingi, 61. löggjafarþingi, skuli slitið miðvikudaginn 14. apríl 1943.

Mun ég því slíta Alþingi þann dag. Gert í Reykjavík 13. apríl 1943.

Sveinn Björnsson.

Björn Þórðarson.

Ríkisstjórabréf um þinglausnir.“

Samkvæmt þessu bréfi segi ég þinginu slitið. Ég vil biðja alþingismenn og ríkisstjórn að minnast fósturjarðar vorrar, Íslands, með því að rísa úr sætum sínum.

Þingheimur stóð upp, og 1. þm. S.-M., Ingvar Pálmason, mælti: „Lifi Ísland!“

Var undir þau orð tekið með ferföldu húrrahrópi.

Var síðan af þingi gengið.