10.02.1943
Neðri deild: 54. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1071 í B-deild Alþingistíðinda. (1811)

16. mál, fiskveiðasjóður Íslands

Einar Olgeirsson:

Það var búið að afgr. þetta mál hér áður úr hv. d. eftir ýtarlega rannsókn í n. Og nú hefur hv. Ed. gert mjög veigamiklar breyt. Mér finnst ekki endilega þurfa að láta þar við sitja, að Nd. ætti þess vegna að sætta sig við að afgr. frv. þannig frá sér. Það væri mjög óviðkunnanlegt, að hv. Ed., sem skipuð er helmingi færri þingmönnum, færi að heimta slíkt af Nd. með þeirri forsendu, að annars væri málið komið í hættu. Ég álit, að þótt orðið sé þetta áliðið, þá sé samt hægt að samþykkja brtt. við þessa tvo liði, sem hefur verið breytt, og senda málið aftur til Ed. Það mundi vera hægt að taka það fyrir í dag. Og mér finnst eins vel við eigandi að segja þeirri hv. d., að málið sé í hættu, eða þá að láta það fara til Sþ., ef ekki næst samkomulag. Ég álit það ekki þingræðislega heppilegar aðferðir að gera breyt. í Ed. á síðasta augnabliki, mjög veigamiklar, og síðan setja Nd. hnífinn á hálsinn. Vaxtahækkunin er þó nokkuð mikil, og mér finnst nauðsynlegt að breyta því ákvæði. Enn fremur hverjir skuli stjórna styrkveitingum. Það var líka mál, sem þó nokkuð var rætt hér, og ákvörðun Nd. var sú, að fiskimönnum var gefinn þó nokkur réttur til að hafa um þau mál að fjalla. Og manni finnst nóg valdið hjá bönkunum á Íslandi, þó að fiskimenn hafi dálitið meira að segja um sín eigin mál. Ég álít þess vegna alveg óhætt að gera þær breyt., sem d. hefur samþ. á annað borð, því að Ed. getur alveg eins fallizt á þær breyt. eins og Nd. samþ. breyt. Ed. (BÁ: En þetta er nú efri d.!). Þetta er fjölmennari d., og samkv. lýðræðis-„principinu“ á fjöldinn að ráða.