10.02.1943
Efri deild: 52. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1082 í B-deild Alþingistíðinda. (1845)

65. mál, sláturfjárafurðir

Páll Hermannsson:

Ég vil taka það fram, að afgreiðsla n. á málinu er í alla staði eðlileg. Hún slær á frest því, sem bezt er að geyma, en tekur upp þær breyt. sem nú er þörf á, en þó hefði máske mátt draga þar til málið er allt tekið til ýtarlegrar endurskoðunar.

Ég bæti því svo aðeins við, að ég vildi gjarnan hafa hv. þm. Barð. í mínu byggðarlagi, ef hann hefur ráð til þess að borga kjöt mun hærra verði en fáanlegt er fyrir það á öðrum innlendum markaði. Ég hélt satt að segja, að verðið væri lögákveðið þannig að slík rausn hlyti að vera sjaldgæf.