12.03.1943
Efri deild: 72. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1111 í B-deild Alþingistíðinda. (1919)

126. mál, verzlun með kartöflur o.fl.

Frsm. (Páll Hermannsson):

Þetta mál hefur legið fyrir Alþ. nokkrum sinnum að undanförnu. Frv. þetta er upphaflega samið 1940 af stjórnskipaðri n., en að þessu sinni var það flutt af landbn. í Nd. I). samþykkti frv. svo að segja breytingalaust. Landbn. þessarar d. hefur nú athugað það og mælir með samþykkt þess og er aðalatriðum þess sammála. Þó hafa a.m.k. sumir nm. áskilið sér rétt til að bera fram eða fylgja brtt., þótt þær séu ekki komnar fram enn. Aðalefni frv. er, að ríkið skuli hafa einkasölu á innfluttum kartöflum og grænmeti og greiða svo sem unnt er fyrir sölu erlendra garðávaxta. Þá er í 6. gr. gagnlegt ákvæði, að flokka beri sölukartöflur bæði eftir tegundum, gæðum og meðferð og verð fara eftir þeirri flokkun. Í 7. gr. er ákveðið um n. manna, sem ráða eigi verðlagi og annast um það, sem þarf, til að framfylgt verði flokkun á kartöflum. Í 10. gr. er ákveðið, að Grænmetisverzlun ríkisins hafi hönd í bagga um ræktun útsæðis, en það er grundvöllur kartöfluræktar, að menn eigi völ á góðu útsæði og heilbrigðu. Í bráðabirgðaákvæði., sem Nd. bætti við frv. landbn., er heimilað að veita nokkra undanþágu frá kartöfluflokkun eftir tegundum fyrst um sinn, m.a. vegna þeirra kartaflna, sem nú eru til á markaðnum.