15.03.1943
Efri deild: 73. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1116 í B-deild Alþingistíðinda. (1931)

126. mál, verzlun með kartöflur o.fl.

Frsm. (Páll Hermannsson):

Hv. þm. Barð. benti á það, sem ég vildi segja í sambandi við ummæli hæstv. ráðh. Mér finnst sanngjarnt, þótt fáanlegar væru á einhverjum stuttum tíma ódýrari erlendar kartöflur heldur en framleiddar eru hér, að þær væru seldar við álíka verði og innlendar, en hagnaðurinn gangi til þess meðal annars, að heildarverð á kartöflum yrði eitthvað lægra. Mér fyndist ekki beinlínis ástæða til, að þeir, sem kynnu um einhvern stuttan tíma að þurfa á útlendum kartöflum að halda, fengju þær með svo miklu lægra verði en aðrir landsmenn, sem hafa innlendar kartöflur. Annars má minnast á þetta nánar síðar.