15.03.1943
Efri deild: 73. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1116 í B-deild Alþingistíðinda. (1932)

126. mál, verzlun með kartöflur o.fl.

Eiríkur Einarsson:

Úr því að ákveðið er, að þetta fari til landbn., skal ég vera fáorður, en vit segja það út af ágreiningi um 2. mgr. 5. gr., ef útlendar kartöflur flytjast inn, hvort megi selja þær lægra verði en innlenda framleiðslu, að ég álít sjálfsagt að gera það að aðalatriði að miða verðlagið aðallega við það, að framleiðendur fái hæfilegan framleiðslukostnað. Og því þá ekki að láta það standa í l., úr því að þetta er hugsað þannig og verður þannig framkvæmt? Mér finnst það alveg sjálfsagt. En annars vil ég aðeins segja það, að þótt svo illa færi, að landsmenn sjálfir framleiddu ekki nægilega mikla garðávöxtu til fóðurs þjóðinni, og yrðu fluttar inn kartöflur og seljanlegar lægra verði en íslenzkar, þá ætti að vera nóg hægt að gera við þann verðmun. Einmitt þessi lagasetning skapar útgjaldaliði, og það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að tryggja, að þeim ágóða verði varið til að standast eitthvað af þeim kostnaði, sem leiðir af þessum l., án þess að ég geri það að neinum áfellisdómi á þessa lagasetningu.