18.03.1943
Efri deild: 76. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1126 í B-deild Alþingistíðinda. (1966)

117. mál, bifreiðaskattur o.fl.

Pétur Magnússon:

Herra forseti. — Þetta frv. er komið frá hv. Nd. og fór þar í gegnum allar umr. ágreiningslaust. Efni frv. er á þá leið, að breytt verði hlutfalli því, sem verið hefur milli vega og brúa um bifreiðaskatt, þannig að tillag til brúa hækki. Hingað til hefur 1/5 skattsins runnið til brúa, en frv. fer fram á, að það hækki í 2/5.

Fjhn. hefur athugað frv. og mælir með því, að það verði samþ. óbreytt. Allir vita, að kostnaður við brúagerðir er mikill, og þess vegna allt, sem mælir með þessari breyt.