09.03.1943
Neðri deild: 72. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1182 í B-deild Alþingistíðinda. (2054)

8. mál, vegalög

Frsm. (Gísli Sveinsson):

Þetta er aðeins til að taka fram, að n. óskar þess, að hv. þm., sem komið hafa fram með brtt., vildu taka þessar till. aftur til 3. umr. (þær, sem ekki eru teknar aftur til fulls) og greina frá því við hæstv. forseta. Og má þá segja, að á þessu stigi geti menn þá komizt hjá að þrátta meira um þetta.

Hv. 2. þm. N.-M. (PZ) virðist hafa borið fram brtt. sina í nokkru trássi við n. Því að eftir orðum hans ber hann brtt. fram til þess að uppfylla sín a málfærslu. En hann slær fúslega af kröfum sínum í þessu efni, þannig að hann skorar á menn að fella aðra brtt. sína, ef þeir vilja samþ. hina. Eftir þessu skilst mér, að allar brtt. verði teknar aftur til 3. umr. En helzt vildi ég, að þeir, sem áður hafa komið með brtt., vildu taka þær aftur fyrir fullt og allt. Viðvíkjandi Jökuldalsveginum er það að segja, að það er ekki útilokað, að sá vegur komi á sínum tíma í þjóðvegatölu, en það er ekki álitið af samvinnun. samgönguauála og vegamálastjóra eins tímabært að taka hann nú í þjóðvegatölu eins og aðra vegi ýmsa. Þessi vegur er, eftir lýsingum, ærið langur. Hann er að vísu óvegur á ýmsum tímum ársins, en þarna er um að ræða stað, þar sem eru fáir bæir, og þarna mundi vegagerð verða dýr, og þá er ekki óeðlilegt, eftir atvinnuháttum nú og öðru í sambandi við þá, að sumir aðrir staðir verði að ganga fyrir um vegagerð. Það verður í þessum efnum hvað að bíða síns tíma. Og þessi vegur er að dómi n. og vegamálastjóra ekki kominn að því, með tilliti til þess, sem ég hef greint, að verða tekinn upp í þjóðvegatölu, og þó að aðrir vegir séu kannske ekki rétthærri, þegar tekið er tillit til aðstæðna heima fyrir. Dagur kemur eftir þennan dag, og vegurinn verður ekki verri, þó að hann bíði næsta árs. Annars mun sumarfært vera þarna á þessum vegi. Það er ekki nauðsynlegt að hnoða öllu í einu inn á vegal., þó að sumum kunni að þykja það æskilegt. Og það er ekki svo sem hv. þm., hvorki ég eða aðrir hafi fengið allar till. eða óskir okkar uppfylltar í þessum efnum. Vil ég því óska þess, að hv. þm. geti orðið sammála um það, sem n. hafa orðið ásáttar um að leggja til. Og vil ég því vona, að þessi vegalagabreyt. gangi þannig til 3. umr. eins og frv. er nú.