11.03.1943
Neðri deild: 73. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1184 í B-deild Alþingistíðinda. (2060)

8. mál, vegalög

Frsm. (Gísli Sveinsson):

Um atkvgr. vildi ég segja örfá orð. Eins og þm. muna, taldi ég sem frsm. n. á síðasta fundi, að með samþykkt brtt. í. þskj. 460 yrðu aðrar brtt. óframbærilegar eða þyrftu umorðunar til þess, að þær yrðu bornar undir atkv. Um brtt. á þskj. 471, 472 og 495 gegnir öðru máli en um hinar, því að vegamálastj. og samgmn. eiga eftir að athuga þær, og færi bezt á, að þær yrðu teknar aftur til 3. umr. Hygg ég, að hv. 2. þm. N.-M. og hv. þm. Hafnf. fallist nú á það. Með því að fresta til 3. umr. öllum brtt. nema 460 gæfist þm. tóm til að vinza það úr þeim, sem þeim leikur hugur á, að atkvgr. falli um, og orða um brtt.