25.03.1943
Efri deild: 81. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1202 í B-deild Alþingistíðinda. (2100)

8. mál, vegalög

Ingvar Pálmason:

Mér þykir leiðinlegt að verða að eiga orðastað nú við hv. þm. Dal., því að hann er nú með allt öðrum hætti en hann er vanur að vera. Ég vil benda honum á, að ég veit ekki til, að tekinn hafi verið úr þjóðvegatölu nokkur vegur, sem búið hefur verið að leggja. Nú vita allir, að Viðfjarðarveg er búið að leggja fyrir mörgum árum. Hitt er rétt, að þetta getur verið sök vegalaganna. Í þeim stendur „Vegur frá Eskifirði til Norðfjarðar“ ekkert annað, eins og búið er að margtaka fram. Eina breyt. er sú, að í þessu frv. er tekið fram, að vegurinn skuli liggja um Oddsskarð. Ég vil einnig benda þessum hv. þm. á, að ég veit ekki betur en hann sé búinn að samþ. í fjvn. mjög myndarlega fjárupphæð til vegarins yfir Oddsskarð. (ÞÞ: Ég lét það afskiptalaust). Hann gerði engan ágreining. Þetta tekur af öll tvímæli. (ÞÞ: Það lá fyrir frá hv. þm., að hann væri í þjóðvegatölu.) Hann er í þjóðvegatölu. Það lá fyrir frá vegamálastjóra, að hann ætlaði að leggja veginn um Oddsskarð, en hann hefur úrskurðarvald um vegalagningar.

Annars er sannleikurinn sá, að mér leiðist að verða að eiga orðastað við hv. þm. Dal., því að venjulega fellur okkur vel saman.