19.12.1942
Neðri deild: 23. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 73 í B-deild Alþingistíðinda. (214)

85. mál, dómnefnd í verðlagsmálum

IngóIfur Jónsson:

Herra forseti. — Það eru aðeins nokkur orð viðvíkjandi brtt. hv. 7. þm. Reykv. um að verðfesta landbúnaðarafurðir. Ég álít, að það komi ekki til nokkurra mála að verðfesta þær nema kaupgjald sé þá verðfest jafnframt. Það er tryggt með yfirlýsingu verðlagsnefnda um, að þessar vörur skuli ekki hækka til febrúarloka, að verðlagsbreytingar eigi sér ekki stað á þessum tíma, þó að verðlagsnefndirnar gerðu slíkan samning, er það þó annars eðlis en að lögfesta vöruverðið en ekki kaupgjaldið. Ég fyrir mitt leyti gæti stutt þessa brtt., ef kaupgjaldið væri einnig lögfest. Hins vegar vil ég ekki bera fram slíka brtt., því að það yrði til þess, að frv. yrði fellt, þótt frv. sé ábótavant, er ábyrgðarhluti að setja fyrir það fótinn, því að það er tilraun í rétta átt. Flestir munu nú viðurkenna nauðsyn þess að stöðva dýrtíðina og mun Sjálfstfl. því ekki beita sér á móti frv.