27.01.1943
Neðri deild: 43. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1213 í B-deild Alþingistíðinda. (2151)

111. mál, rithöfundarréttur og prentréttur

Gísli Sveinsson:

Herra forseti. — Sökum þess að frsm. n., hv. þm. Snæf., er við próf í háskólanum, bað hann mig að hafa framsögu, svo að málið gæti haldið áfram.

Menntmn. hefur orðið sammála um frv. Eins og sjá má á þskj. 257, hefur n. borið frv. saman við gildandi l. og komizt að þeirri niðurstöðu, að í þeim felist réttmætar og nauðsynlegar réttarbætur fyrir höfunda, og með þeim forsendum leggur hún til, að frv. verði samþykkt. Ég tel mig ekki þurfa að fjölyrða um frv., því að í grg. málsins er gerð full grein fyrir því.