18.03.1943
Efri deild: 76. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1235 í B-deild Alþingistíðinda. (2198)

100. mál, alþýðutryggingar

Frsm. (Brynjólfur Bjarnason):

Herra forseti. – Það hefur ekki getað orðið samkomulag í n. um að afgr. frv. óbreytt. Það hefur ekki getað orðið samkomulag um að breyta framlagi ríkis og bæjarstjórna að því leyti að hækka greiðsluna að hundraðshluta. Hins vegar vill n. mæla með, að samþ. verði að breyta um hámarksframlög ríkis og bæjastjórna, þannig að þau verði 12 kr. fyrir hvern tryggðan meðflm, en ekki 10 kr. á ári. Það mundi þýða fyrir Sjúkrasamlög, sem yrðu þessara hlunninda aðnjótandi að fullu, a~3 framlag ríkis og bæja mundi hækka um 4 kr. samtals, að viðlagðri vísitöluuppbót. N. hafði leitað álits Tryggingastofnunar ríkisins um þetta frv., og hafði hún sent ýtarlega álitsgerð, þar sem reiknað var nákvæmlega út, hvaða áhrif breyt. þær, sem frv. lagði til að gerðar værir, mundu hafa á útgjöld ríkis og bæjarstjórna. Samkv. þessum reikningi mundi breyt. sú, sem n. leggur til að gerð verði, hafa það í för með sér, að framlög ríkis og bæjar, hvors um sig, til Sjúkrasamlags Reykjavíkur, sem er langstærsti aðilinn, er hér kemur til greina, mundu hækka um rúmlega 100 þús. krónur. Hækkunin mundi aðeins konla til greina í þessum kaupstöðum landsins: Reykjavík, Hafnarfirði, Ísafirði og Siglufirði, en hafa langmesta þýðingu fyrir Rvík. Hins vegar, ef frv. yrði samþ. óbreytt, mundi það hafa í för með sér um 225 þús. kr. hækkun frá hvorum aðila.

Þegar Sjúkrasamlag Reykjavíkur ákvað iðgjöld sín síðast. var beinlínis gert ráð fyrir því, að þessi hlunnindi fengjust, auk þess m.a., að daggjöld í sjúkrahúsum yrðu ekki hærri allt árið en þau voru fyrri hl. 1942. Þetta hefur að nokkru leyti brugðizt, þar sem sú stj., er nú situr, tilkynnti Sjúkrasamlaginu, að þessi ákvæði gildi ekki, frá því hún tók við. Þess er vænzt að vísu, að samkomulag náist um breyt. á þessu. Hins vegar er það svo, að þessi auknu útgjöld ríkissjóðs, sem ekki er stór upphæð, mundu e.t.v. vera eingöngu á pappírnum, því að lækkun iðgjalda hefur í för með sér lækkun á vísitölunni, og ef hún yrði svo mikil, að hún hefði sýnileg áhrif á vísitöluna, þá yrði sú lækkun ekki lengi að borga sig. Lækkun vísitölunnar um eitt stig mundi neina meiru en framlagið, eða spara ríkissjóði um 125 þús. kr.

Nú höfum við engan útreikning um, hversu mikil áhrif þessi hlunnindi kynnu að hafa á vísitöluna, en ef iðgjöld Sjúkrasamlags Reykjavíkur gætu verið 1 kr. lægri en þau eru núna, gæti hugsazt, að það riði baggamuninn tel að lækka vísitöluna um eitt stíg, svo að það yrði fyrir ríkissjóð ekki tap, heldur gróði.

Ég hygg, að jafnframt því, sem. þessu hámarki er breytt, þá þurfi líka að breyta framlagi þess opinbera, að svo miklu leyti, sem það er reiknað í hundraðshluta iðgjalda. Annars yrði freisting fyrir sjúkrasamlög að hafa iðgjöld óeðlilega há, til þess að ná hámarks framlagi frá því opinbera. N. er sannfærð um, að þessu þurfi að breyta á einhvern hátt, en varð sammála um að bíða, þar til heildarendurskoðun verður gerð á l., en það verður væntanlega á þessu ári.

Ég vil mælast til þess, að ef þessi breyting nær fram að ganga o.s.frv. kemst áleiðis, þá verði reynt að hraða því hið mesta, til þess að Sjúkrasamlag Reykjavíkur geti fengið að vita, á hverju það má eiga von.