09.12.1942
Efri deild: 11. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1242 í B-deild Alþingistíðinda. (2216)

37. mál, lögsagnarumdæmi Reykjavíkur

Haraldur Guðmundsson:

Í grg. frv., bls. 3, er tekið fram, að flm. frv. áskilji sér rétt til að fylgja eða flytja brtt. við frv. Nú vildi ég gera grein fyrir, í hverju ég tel frv. áfátt. Það hefur komið fram í umr., að hreppamörk verða samkv. frv. óeðlileg með afbrigðum. Blikastaðaland og hluti af Lágafellslandi verða hólmar í Mosfellssveit, en Seltjarnarnes er hólmi vestan Rvíkur, Vatnsendi verður hálfgerður hólmi, og fyrir þessu óskipulagi hafa ekki verið færðar röksemdir; því verður varla bót mælt. Meginástæða frv. er sú, að vaxandi borg með 40–50 þús. íbúa verður nú þegar, hvað sem öðru líður, að auka landrými sitt. Fyrir Rvík er líka ákveðin hætta í því fólgin, að svo að segja við miðbæinn liggi annað lögsagnarumdæmi, annað skattaumdæmi, þar sem menn geta búið, þótt þeir afli allra tekna sinna í borginni og ættu að réttu að vera í skattumdæmi hennar. Að því hlýtur brátt að reka, að mestur hluti Mosfellssveitar og Seltjarnarhrepps sameinist bænum. Réttast er að viðurlienna þetta nú þegar og gera þessa breyt. Ég hef enga trú á, að samningar gangi neitt greiðar, þótt skemmra sé farið, né óánægja þeirra, sem óánægðastir eru, verði minni. Úr því að þetta er óumflýjanlegt, er bezt að gera það strax. Mosfellssveit er engu betur sett, þótt fyrst sé farin miðlunarleið þessa frv., en fyrir Seltjarnarneshrepp er málið auðvitað annað, þegar Seltjarnarnes leggst allt undir bæinn. Ég legg til, að nesið og Mosfellssveit öll upp að Reykjum og þar með Reykjatorfan, sem bænum er ákaflega mikilsvert að ráða yfir vegna hitaveitunnar þaðan, verði sameinuð lögsagnarumdæmi Rvíkur, og mun síðar flytja um það brtt.

Ég vil undirstrika það með hv. 6. þm. Reykv. (BBen), að augnabliksverðmæti þeirra fasteigna, sem um er að r æða á svæðinu, eru öll undir því komin, hvernig hagur Rvíkur er. Ég efast ekki um, að hv. þm. sé kunnugt um kauptilloð það, sem bænum barst um Grafarholt. Engum hefði dottið í hug að nefna þetta verð, hefði landið ekki legið eins nærri Rvík og það er.

Það var ætlun mín og ósk, að samkomulagsleiðin væri reynd til þrautar, og ég veit ekki betur en það hafi verið gert og vona það.