21.01.1943
Efri deild: 38. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1247 í B-deild Alþingistíðinda. (2223)

37. mál, lögsagnarumdæmi Reykjavíkur

Bjarni Benediktsson:

Ég vil leyfa mér að spyrja hæstv. forseta, hvort ekki væri hægt að taka bráðlega á dagskrá, helzt á morgun, frv. til l. um stækkun lögsagnarumdæmis Rvíkur. Því var vísað til allshn. löngu fyrir jól og var afgr., að því er ég hygg, frá meiri hl. n. um 10. þ.m., þ.e.a.s. fyrir 10–11 dögum, en hefur ekki enn þá verið tekið á dagskrá, af því að nál. hefur ekki borizt frá minni hl. n. Ekki er við því hlítandi, að málið sé stöðvað af þeim sökum, og þar sem óðum líður að því, að störfum ljúki að þessu sinni, vil ég mælast til þess, að hæstv. forseti hlutaðist til um, að málið yrði tekið á dagskrá og ef nauðsyn bæri til, að minni hl. yrði settur frestur til að skila nál. Hitt er ekki hægt að sætta sig við, að málið sé dregið á langinn úr þessu.