07.04.1943
Neðri deild: 92. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1309 í B-deild Alþingistíðinda. (2291)

37. mál, lögsagnarumdæmi Reykjavíkur

Sigfús Sigurhjartarson:

Herra forseti. — Ég þarf ekki að fjölyrða um þetta mál nú. Þessar brtt. eru til orðnar vegna samkomulags, sem gert var milli hreppsnefndar Mosfellshrepps annars vegar og tveggja manna í umboði bæjarstjórnar, hv. 6. þm. Reykv. og mín. Hv. þm. Mýr. sagði, að báðir aðilar mundu vera jafnóánægðir, en ég hugsa, að eins megi segja, að báðir séu jafnánægðir með úrslitin, því að báðir hafa slegið af kröfum sínum, en við þetta hafa myndazt eðlileg takmörk milli lögsagnarumdæmanna.

Út af ummælum hv. 1. þm. Árn. vil ég segja það, að því hefur verið lýst yfir af hálfu Reykjavíkurbæjar, að ekki sé útilokað, að samkomulag náist um kaup á Grafarholti. Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta, en ég tel, að bærinn hafi unnið mikið á, þar eð hann á nú samfellt land frá Elliðaám að Blikastöðum, og megum við fylgismenn frv. vel við una.