07.04.1943
Neðri deild: 92. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1309 í B-deild Alþingistíðinda. (2293)

37. mál, lögsagnarumdæmi Reykjavíkur

Bjarni Ásgeirsson:

Ég hef hér gert uppkast að brtt. í samræmi við það, sem hv. 1. þm. Árn. drap á, og er hún við a-lið 3. brtt. á þskj. 672 og hljóðar svo:

„Efnishluti till. orðist svo: Bæjarstjórn Reykjavíkur er fyrir 1. sept. 1943 heimilt, ef ekki næst samkomulag við eiganda Grafarholts fyrir 1. júní 1943 um kaup á jörðinni, o.s.frv. Ég leyfi mér hér með að afhenda hæstv. forseta þessa skriflegu brtt.