08.04.1943
Efri deild: 92. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1324 í B-deild Alþingistíðinda. (2348)

154. mál, Kennaraskóli Íslands

Haraldur Guðmundsson:

Ég skal ekki dæma um hvað hv. þm. Barð. álítur lýti í þessu sambandi. Hef ég ekki dregið í efa, að þessir menn gætu lært eins og aðrir, þótt hitt orki tvímælis, hve heppilegt sé, að þeir stundi kennslustörf, og bendi ég þar á ummæli sálfræðinga um þetta atriði.

En það breytir ekki miklu, þótt brtt. sé samþykkt, en hún hefur ekki minnstu þýðingu.