11.03.1943
Neðri deild: 73. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1326 í B-deild Alþingistíðinda. (2375)

145. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Eins og grg. þessa frv. ber með sér, þá hefur nú verið skipt um umbúðir á frystum fiski, — í stað trékassa verða eingöngu notaðir pappakassar. Alþ. hefur áður veitt tollaívilnanir með timbur í þessa trékassa, og virðist nú ekki nema sanngjarnt og til samræmis fært, að pappakassarnir heyri undir sömu ívilnanir, þó að hin sérstöku ákvæði tollskrárinnar miðist við timbur, sem notað var sem umbúðir, þegar þessi ákvæði voru sett.

Meginreglan er að styðja innlenda iðnaðinn með þessum ákvæðum í tollskránni.