11.03.1943
Neðri deild: 73. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1327 í B-deild Alþingistíðinda. (2377)

145. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég hef í fyrri ræðu aðeins drepið á óskir sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna.

Er við í fjhn. ákváðum að flytja þetta frv., þá lágu fyrir meðmæli frá Fiskifélagi Íslands og S.Í.F. Bréfið frá sölumiðstöð hraðfrystihúsanna barst okkur aftur á móti ekki í hendur, fyrr en við höfðum sent frv. til skrifstofu Alþ. til prentunar. En ég mun nú halda fund í n. milli umræðna um þetta bréf.

Ég er hv. síðasta ræðumanni sammála í meginatriðum og sé ekki ástæðu til að fara nánar út í þetta mál, fyrr en við erum búnir að athuga það í n. En um einokunaraðstöðu fyrirtækisins, sem hann talaði um, þá vil ég benda hv. þm. á það, að við erum hér nýbúnir að samþ. l. um Viðskiptaráð; sem á að fjalla um verðlagsmál, og ætti sölumiðstöð frystihúsanna að geta haft greiðan aðgang að því, eins og önnur fyrirtæki, ef þetta fyrirtæki misnotaði séraðstöðu sina á einhvern hátt.