11.03.1943
Neðri deild: 73. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1327 í B-deild Alþingistíðinda. (2378)

145. mál, tollskrá o.fl.

Pétur Ottesen:

Ég vil mjög taka undir orð hv. þm. Ísaf. um það, að hraðfrystihúsunum er lítil úrlausn gerð með þessu frv.

Það er rétt, að við höfum Viðskiptaráð, er hefur eftirlit með verði á vörum og vinnu, en nú vitum við, að vinnan er svo dýr, að miklu getur skipt fyrir þennan atvinnuveg, sem stendur svo tæpt.

Það er höfuðatriði, að þ. taki sérstakt tillit til sérstöðu þessa atvinnuvegar og finni ódýrustu leiðina til framleiðslu umbúðanna, sem eru einn þáttur kostnaðarins. Því vænti ég þess, að hv. fjhn. athugi þetta mál með þessar aðstæður sérstaklega í huga.