19.03.1943
Efri deild: 77. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1329 í B-deild Alþingistíðinda. (2389)

145. mál, tollskrá o.fl.

Gísli Jónsson:

Ég sé, að þetta frv. til l. frá fjhn. Nd. hefur verið samþ. óbreytt í þeirri hv. d., en brtt. hv. þm. Borgf. á þskj. 541 hefur ekki náð samþykki, og rrnm ég nú taka hana upp í þessari hv. d., en þar er farið fram á, að létt sé á tollum af umbúðum um frystan, útfluttan fisk, en sá atvinnuvegur á nú í vök að verjast. Einnig mun ég flytja brtt. um afnám verðtolls á umbúðum utan um niðursuðuvörur. Það er engan veginn sanngjarnt, að á þeim sé 30% verðtollur, þar eð þessi atvinnuvegur er mjög ungur. Ég vænti, að hv. fjhn. taki þetta allt til rækilegrar athugunar.

Ég hef ekki brtt. mínar tilbúnar enn þá, þar að mál þetta er alveg nýframkomið hér í hv. d., en ég mun láta prenta þær hið fyrsta. En ég verð að segja, að ég mun ekki geta greitt frv. atkv. óbreyttu. Það er flutt fyrir einkafirma á kostnað framleiðslufyrirtækjanna, er hafa þegar við ærna erfiðleika að etja.