24.03.1943
Neðri deild: 82. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1335 í B-deild Alþingistíðinda. (2407)

148. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Sjútvn. hefur haft þetta frv. til meðferðar og orðið sammála um að leggja til, að það verði samþykkt. Ákvæði frv., sem er breyt. á l. nr. 51 27. júní 1940, um breyt. á 1 nr. 15. jan. 1938, um síldarverksmiðjur ríkisins, miða að því að greiða fyrir því, að hreppi, þar sem síldarverksmiðja starfar, megi verða skipt, ef þess er óskað, og hefur n. ekki séð ástæðu til að hindra, að svo megi verða.

Einstakir nm. hafa áskilið sér rétt til þess að bera fram brtt. eða fylgja brtt., sem fram kynni að koma við frv. Slík brtt. liggur ekki fyrir, og geri ég ráð fyrir, að ef einhverjir þm. hafa hugsað sér að koma með slíka brtt., muni þeir koma með hana við 3. umr.