09.04.1943
Efri deild: 93. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1337 í B-deild Alþingistíðinda. (2420)

148. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Frsm. minni hl. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. — Það hefur litla þýðingu að tala yfir tómum stólunum, því að ekki eiga þeir að greiða atkv. um málið.

Það getur verið álitamál, hvort Alþ. eigi að ýta undir skiptingu hreppa. Sýnist landsbyggðin vera nægilega sundur höggvin eins og er.

Það liggur ekkert fyrir um, að fyrir liggi ósk þessa hrepps um skiptingu, og þótt hv. frsm. leggi fram skeyti nú eftir dúk og disk, er það engin sönnun, og getur það verið fengið eftir pöntun.

Um hámark á greiðslu til hreppsins má deila, en hún er samkv. l. frá 1938. En ekki er rétt að láta einn hrepp miða kröfur sínar við kröfur annars hrepps. Þetta er braut, sem Alþ. má ekki fara út á. Það mætti hugsa sér, að í Presthólahreppi yrði reist önnur verksmiðja eða annað fyrirtæki, sem greiddi stórar fjárhæðir til hreppsins, og sjá menn þá, hver útkoman gæti orðið, og er því ekkert vit í að fara inn á þessa braut.

Mál þetta virðist vera sótt meira af kappi en forsjá. Má draga það af allri meðferð þess. Hv. 9. landsk. er á mínu máli um, að ekki sé vit í að fara út á þessa braut. Hins vegar væri hægt að gera hv. þm. N.-Þ. þann greiða að samþ. þetta frv., þó ekki greiða því atkv. hér á Alþ. Þessi hv. þm. er ekki að spyrja verksmiðjustjórnina um álit hennar á málinu. Kannske meiri hl. sé því mótfallinn. Það væri eðlilegt, að Nd. fengi tíma til að senda málið til þess að fá umsögn hlutaðeigenda, og vil ég skora á hv. d. að samþ. rökst. dagskrána. Hún mundi koma í veg fyrir, að stigin væru vílxspor í þessu efni hér á Alþ.