24.03.1943
Neðri deild: 82. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1342 í B-deild Alþingistíðinda. (2439)

155. mál, ríkisborgararéttur

Forseti (JJós):

Það er að vísu oft búið að fresta þessu máli, og ef svo héldi áfram, gæti frv., eins og það upphaflega var lagt fram, dagað uppi og yrði ekki samþ. á þessu þingi. Það er því á móti vilja mínum, að það sé þannig í hættu og undirorpið breyt. á breyt. ofan og því frestað í það óendanlega. En þar sem skýlaus ósk um, að málinu sé frestað enn einu sinni, er fram komin nú, mun ég verða við þeirri ósk í þetta sinn, en ekki oftar, nema þá að hv. d. með samþykki sínu veiti slíkt leyfi. Mun ég taka málið aftur á dagskrá á morgun.