26.01.1943
Neðri deild: 42. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í C-deild Alþingistíðinda. (2676)

45. mál, jöfnunarsjóður aflahluta

Frsm. (Sigurður Kristjánsson):

Ég ætla ekki á þessu stigi málsins að gera að umræðuefni brtt. þær, er liggja fyrir. Þær þurfa sameiginlegrar yfirvegunar. Ég vil því fara fram á það sama og hv. 6. landsk., að umr. verði frestað, svo að n. gefist kostur á að ræða málið. Hins vegar vona ég, að hæstv. forseti reyni að hraða málinu, svo að það nái fram að ganga á þessu þingi, því að eins og hv. þm. hafa heyrt, er það sameiginlegt, álit allra, sem tekið hafa til máls, að nauðsyn beri til þess, að það geti tekizt.