18.12.1942
Efri deild: 19. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 151 í C-deild Alþingistíðinda. (2693)

66. mál, skólasetur á Reykhólum

Flm. (Gísli Jónsson):

Herra forseti. — Í sambandi við þetta frv. vil ég rekja ofurlítið sögu þessa gamla höfuðbóls á seinni árum. Þessi jörð hafði verið í eign dánarbús í mörg ár, þar sem hlut áttu að máli margir erfingjar, sem ekki gátu komið sér saman um að endurreisa jörðina. Vegna óánægju í héraðinu út af þessu fór að lokum svo, að gerðar voru áskoranir til þáv. þm. Barð. (BJ) um að fá heimild til, að ríkisstj. keypti jörðina. Þetta var samþ. 1938. Það lá til grundvallar þessari hugsun, að ríkið tæki að sér að reisa jörðina við, en láta hana ekki grotna liður. Skiptaráðandi búsins var sami þm. Barð. Nú kom fram tilboð frá einstaklingi um kaup á jörðinni í ákveðnum tilgangi, nefnilega til að hafa þar fyrirmyndarrekstur. En skiptaráðandinn, sem gat ráðið nokkru um, hver yrði kaupandinn og hvort ríkisstjórnin keypti samkvæmt heimildinni, notaði sér aðstöðu sina til þess að þvinga það fram, að ríkisstj. keypti jörðina. Það var ekkert við þessu að segja, ef þarna hefði ekki verið látið numið staðar. En jörðin var pörtuð niður, svo að hún er nú þrjú niðurnídd kot, sem ekki er sæmandi ríkissjóði að vera eigandi að.

Nú hefur Breiðfirðingafél. í Rvík safnað ummælum um allan Vestfirðingafjórðung um, hvað bezt þykir fara á að gera við jörðina, og er það einróma álit allra hreppsn. og sýslun., að ríkið eigi að láta gera þar skólasetur. Það hafa ekki verið markaðar línurnar um það, hvernig skólinn eigi að vera, en sú till. hefur fengið mesta byr að hafa þar eins konar búnaðarsamvinnuskóla, þar sem kennd séu á námskeiðum öll búnaðarstörf, garðrækt og innanhússstörf, fyrir karla og konur.

1. gr. frv. lýtur að því að tryggja, að skólasetrið sé reist og fái alla Reykhóla undir, ásamt hjáleigum og búpeningi. Þá mundu strax safnast tekjur, sem hægt væri að leggja til hliðar til að starfrækja skólann.

2. gr. er um skipun n. til að marka skólanum starfssvið og stærð með það fyrir augum, að enn hefur ekki náðst samkomulag um að einbeita sér að ákveðnum skóla, og teldi ég heppilegast, að þar væru ákveðnir menn, eins og tekið er fram í frv., Búnaðarfél. Íslands veldi einn mann, Breiðfirðingafél. annan, en sá þriðji væri húsameistari ríkisins.

Ég vil benda á það, þegar hv. þm. Str. var hv. búnðarmálaráðh., mun hann hafa byggt þessa jörð. Hvort um lífstíðarábúð er að “ræða, veit ég ekki, en það er nauðsynlegt, að þessu sé kippt í lag. Sú alda, sem risin er á Vestfjörðum um endurheimt Reykhóla, verður ekki brotin niður, þó að frv. verði ekki samþ. á þessu þ. Þetta er sanngirnismál fyrir Vestfirðingafjórðung allan og skylda ríkisstj. að níða ekki jörðina niður. Engin jörð á Vestfjörðum er betur fallin til skólaseturs, sakir landkosta. Ef komið yrði upp skóla með sérstöku sniði til að kenna hagnýt störf, er enn um nýmæli að ræða.

Ég vil óska, að málinu verði vísað til menntmn. og hún taki því með velvild og hraði afgreiðslu þess, svo að það geti náð fram að ganga á þessu þingi.