22.01.1943
Efri deild: 39. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 220 í C-deild Alþingistíðinda. (2771)

120. mál, kynnisferð sveitafólks

Flm. (Hermann Jónasson):

Það er svo til orða tekið í grg. fyrir þessu frv., að nánar muni verða gerð grein fyrir því í framsögu. En ég sé þó ekki ástæðu til að tefja tíma hv. þd. með því að skýra þetta mál frekar en gert er í grg. og frekar en gert hefur verið með þeim löngu umr., sem farið hafa fram um efni frv. hér í þessari hv. d. Það, sem ég nú segði um málið, mundi þá verða endurtekning á því, sem sagt hefur þegar verið um það hér. Og ég gerði grein fyrir því í sambandi við annað mál, hvers vegna málið er borið fram í þessu formi. Ég tel jafnframt, að þetta mál hafi verið svo mikið rætt í allshn., að tæpast sé þörf á að vísa því til n. En ef hæstv. forseta sýnist svo, mundi ég þó ekki leita mér gegn því, að því yrði vísað til landbn.

Vil ég svo óska þess, að málinu verði vísað til 2. umr., og legg það á vald hæstv. forseta, hvort hann telur ástæðu til að vísa því til nefndar.