27.01.1943
Efri deild: 42. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 221 í C-deild Alþingistíðinda. (2776)

120. mál, kynnisferð sveitafólks

Hermann Jónasson:

Herra forseti. — Ég vildi gjarnan greiða þessari brtt. atkv., þar sem þetta framlag er hækkað. En ég tel, að með því væri öllu málefninu stefnt í óefni, — yrði e.t.v. ekki samþ. Þess vegna vil ég heldur samþ. frv. eins og það liggur fyrir. Með því er það nokkurn veginn tryggt. Ég mun þess vegna greiða atkv. móti þessari hækkun, enda þótt ég teldi ekki óeðlilegt, að upphæðin yrði eins og brtt. ákveður. Það má reyna með þá upphæð, sem tiltekin er í frv. Það er hægurinn hjá að breyta þessu síðar, ef fjárhagur inn leyfir.