07.04.1943
Efri deild: 90. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 252 í C-deild Alþingistíðinda. (2855)

120. mál, kynnisferð sveitafólks

Ingvar Pálmason:

Herra forseti. — Ég lít svipað á málið og hæstv. forseti. Þrjár umr. hafa farið fram í báðum deildum, og er málið komið aftur til þessarar hv. d. Eftir þingsköpum réttum fæ ég ekki betur séð en að frv. sé þegar orðið að lögum. Ef nú yrði farið að eins og forseti minntist á, yrðu að fara fram þrjár umr. Með þessari afgreiðslu væri breytt þingsköpum. I). getur veitt leyfi um afbrigði frá þingsköpum. Ég minnist ekki, að deild hafi veitt afbrigði frá þeim á þennan hátt. Sé ég ekki betur, ef svona á að fara með málið, en að meðferð þess öll sé óformleg. Skora ég á forseta að taka rögg á sig og úrskurða, hvort málið er nýtt eða ekki. Þeirri aðferð, að forseti skjóti sér undan skildu sinni, kann ég ekki, og tel ég, að hann eigi að gefa úrskurð um mál þetta.